Um okkur
Hjá Freyja Travel er okkar markmið að bjóða einstakar og persónulegar ferðaupplifanir sem tengja fólk við náttúru og menningu á nýjan og djúpan hátt. Við leggjum áherslu á sjálfbærni og öryggi í öllum okkar ferðum, og erum stolt af því að bjóða upp á ferðir sem eru ekki aðeins fræðandi og skemmtilegar, heldur einnig einstaklega minnisstæðar.
Freyja Travel er stofnað af fólki með brennandi ástríðu fyrir útivist og ævintýrum, Freyja Travel er þitt fyrsta skref í átt að ógleymanlegu ævintýri. Hvort sem þú ert að leita að skíðaferðum í Austurríki eða ferðum um hálendi Íslands, leyfðu Snorra og Klöru að leiða þig í ferðalagi til uppgötvunar.
Snorri Wium
Stofnandi og leiðsögumaður
Snorri Wium er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lærði klassískan söng í Reykjavík og fór í frekara nám til Vínarborgar þar sem hann útskrifaðist sem óperusöngvari frá Konservatorium í Vínarborg.
Eftir námið starfaði hann í nokkur ár sem óperusöngvari í Evrópu, lengst af í Þýskalandi , Austurríki og Íslandi.
Snorri hefur haft ástríðu fyrir því að ferðast um hálendi Íslands, sérstaklega á veturna. Hér áður á breyttum farartækjum en í dag e.t.v. meira gangandi og á skíðum. Snorri byrjaði að leiðsegja í eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010 og síðan þá hefur leiðsögn verið hans aðalstarf. Snorri lauk námi sem gönguleiðsögumaður úr Leiðsöguskólanum í MK ásamt leiðsöguprófi í jöklagöngu (jökla eitt próf). Snorri er með öll tilskilin ökuréttindi til aksturs í ferðaþjónustu og talar reiprennandi þýsku og ensku auk íslensku sem móðurmál.
Snorri hefur unnið sjálfstætt fyrir breiðan hóp ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Hann hefur víðtæka reynslu af ferðum um hálendi Íslands á breyttum ökutækjum bæði sem áhugamál og sem leiðsögumaður. Þessi reynsla hefur nýst honum vel í ferðum með “highend” gesti og í þyrlu leiðsögn.
Klara Hallgrímsdóttir
Stofnandi og leiðsögumaður
Klara Hallgrímsdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og síðar í Hafnarfirði. Hún er menntaður kennari og hefur unnið við kennslu og leiðsögn hér á Íslandi auk þess sem hún bjó í samtals 12 ár í Austurríki og Þýskalandi þar sem hún starfaði fyrst sem skíðakennari og fór síðan í nám til Þýskalands. Undanfarin ár hefur hún verið í fullu starfi sem leiðsögumaður hér á Íslandi auk þess sem hún tekið á móti íslenskum göngu- og skíðahópum í Austurríki við góðar undirtektir. Klara þekkir mjög vel til svæðisins sem um ræðir en hún bjó þar í mörg ár og er vel tengd inn í samfélagið.
Klara byrjaði að leiðsegja sumarið 1998 í Vestmannaeyjum og hefur síðan þá hefur viðriðin leiðsögnina bæði á sumrin og svo síðar sem aðalstarf. Klara lauk námi sem gönguleiðsögumaður úr Leiðsöguskólanum í MK ásamt leiðsöguprófi í jöklagöngu (jökla eitt próf). Hún er með öll tilskilin ökuréttindi til aksturs í ferðaþjónustu og talar reiprennandi þýsku og ensku auk íslensku sem móðurmál.
Klara hefur unnið sjálfstætt fyrir breiðan hóp ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Hún hefur reynslu af ferðum um hálendi Íslands á breyttum ökutækjum bæði sem áhugamál og sem leiðsögumaður. Þessi reynsla hefur nýst henni vel í ferðum með “highend” gesti og í þyrlu leiðsögn.