Sumarferðir til Austurríkis með Freyja Travel
Vertu með í heillandi sumarferðum til Neukirchen am Großvenediger, staðsett í hjarta Hohe Tauern þjóðgarðsins, einum af stærstu og fallegustu háfjallaþjóðgörðum á jörðinni. Upplifðu einstaka jarðfræðilega uppbyggingu Alpanna, þar sem fjölbreytt plöntu- og dýralíf mætir óviðjafnanlegri fegurð.
Á döfinni hjá Freyja Travel
Næstu ferðir
Upplifðu sumarið eins og aldrei fyrr í Neukirchen am Großvenediger með Freyja Travel. Hvort sem þú ert að leita að afslöppun eða ævintýrum í fallegri náttúru, höfum við ferðina sem hentar þér.
Neukirchen og Hohe Tauern
17.-24. júní 2026
Neukirchen og Hohe Tauern
5.-12. september 2026
Neukirchen og Hohe Tauern
12.-19. september 2026
Tilvalið fyrir gönguhópa!
Kannaðu einstaka náttúru- og menningu Austurríkis
Sumarferðir til Austurríkis
Sérsniðnar göngu- og hjólreiðaferðir
Upplifðu dásemdir Alpanna á gönguleiðum þar sem kyrrð, stórbrotin náttúra og góð stemning fara fullkomlega saman. Við leggjum upp í 12–18 km fallegar dagsgöngur með 600–1000 m hækkun.
Einn daginn skiptum við svo yfir í rafmagnsfjallahjól og hjólum inn eftir einhverjum af dásamlegustu dölum og fjallasvæðum svæðisins. Við veljum áfangastaðinn eftir veðri svo þú fáir alltaf bestu mögulegu dagsupplifunina — landslag sem opnar sig, ilminn af fjallalofti og hrein gleði að hjóla í náttúrunni.
Hótel Kammerlander – lúxus og þægindi
Á sumrin er dvölin á Hótel Kammerlander einstaklega þægileg þar sem allur matur er innifalinn. Dagurinn hefst á ríkulegu og glæsilegu morgunverðarhlaðborði, þar sem gestir geta einnig smurt sér nesti fyrir daginn. Um kvöldið bíður gourmet kvöldverður með forréttahlaðborði og freistandi eftirréttum.
Flestir drykkir eru einnig innifaldir til kl. 20 á kvöldin – að undanskildu sterku áfengi.
Hér sameinast alpagæði, notaleg stemning og þjónusta sem lætur þig líða eins og heima – bara með betra útsýni.
Heilsulind hótelsins er sannkölluð hvíldarparadís: sauna, biosauna, gufubað, innisundlaug og vel útbúin líkamsrækt. Utandyra bíður svo falleg náttúrulaug þar sem hægt er að slaka á eftir góðan dag í fjallgöngu eða á rafhjóli.
Hótelið stendur í hjarta Neukirchen, steinsnar frá Hohe Tauern þjóðgarðinum og öllum helstu göngu- og hjólaleiðum svæðisins. Nútímaleg herbergi, frábær matur og alpa-andrúmsloft gera Kammerlander að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja gæði, vellíðan og náttúru í sama pakkanum.
Það sem þú þarft að vita
Spurt og svarað
Hvernig bóka ég ferð?
Þú hefur samband við okkur með því að senda tölvupóst á info@freyjatravel.is Við höfum samband og aðstoðum þig við að setja saman draumaferðina.
Hvaða tegundir af útivist eru í boði á sumarferðunum til Neukirchen am Großvenediger?
Við leggjum upp úr því að allir í hópnum njóti sín til fulls — og því hvetjum við þátttakendur til að vera í nokkuð góðu gönguformi áður en lagt er af stað. Dagsferðirnar eru 12–18 km með 600–1000 m hækkun, og þegar allir eru vel undirbúnir skapast sú frábæra stemning sem einkennir ferðir okkar: léttleiki, gleði og góður taktur í hópnum.
Þetta þýðir alls ekki að þú þurfir að vera í toppíþróttaformi — langt í frá! En ef þú byrjar að æfa reglulega nokkrum vikum fyrir ferðina munt þú njóta upplifunarinnar enn betur.
Hvaða aðstaða og þjónusta er í boði á Hótel Kammerlander
Hótel Kammerlander leggur mikla áherslu á heilsu og vellíðan gesta sinna. Hótelið býður upp á fjölbreytta veitingastaði, heilsulind með sauna, gufuböðum, innisundlaug og náttúrulaug í hótelgarðinum. Þar er einnig boðið upp á holla og góða matargerð úr hráefnum frá svæðinu.
Hvernig er veitingaþjónustan á hótelinu og hvað er innifalið í verðinu?
Í sumarferðunum okkar er allur matur innifalinn, sem þýðir að gestir geta notið fjölbreytts morgun- og kvöldverðarhlaðborðs, auk hádegisverðar fyrir þá sem ekki taka þátt í gönguferðum. Léttir drykkir, bjór og vín eru fríir til klukkan 20:00 á kvöldin. Gestir geta einnig útbúið sér nesti af morgunverðarhlaðborðinu fyrir dagsgöngurnar.
Er hægt að aðlaga ferðirnar að sérstökum þörfum eða óskum?
Já, við bjóðum upp á að sérsníða ferðirnar að þörfum og óskum hvers og eins. Hvort sem það er að aðlaga gönguleiðir, útbúa sérstakt mataræði eða skipuleggja afslappandi daga á hótelinu. Okkar markmið að gera hverja ferð sem ánægjulegasta og mæta þörfum allra gesta.
Fólk sem mælir með
Umsagnir Viðskiptavina
Ég hef farið þrisvar sinnum með Freyja travel í sæluna í austurrísku ölpunum og alltaf jafn dásamlegt! Frábært utanumhald, örugg og skemmtileg fararstjórn hjá fólki sem þekkir svæðið vel. Freyja travel bíður upp á fullkomið frí í öruggum höndum. Það er gott að láta aðra skipuleggja fríið sitt og treysta að allt gangi upp eins og hjá Freyja travel
Klara og Snorri skipulögðu frábæra vorferð með vinnustaðnum mínum til Neukirchen. Farið var í stórfenglegar fjallgöngur og rafmagnshjólaferðir upp í hin fallegu austurrísku Alpafjöll. Ein eftirminnilegasta ferð sem ég hef farið og mæli eindregið með Freyju Travel.
Pöntuðum okkur skíðaferð með Freyju travel með litlum fyrirvara og vissum í raun ekkert út í hvað við vorum að fara. Gæti ekki mælt meira með neinni ferð. Allt upp á 10 skipulagslega séð og vá hvað Klara og Snorri eru bara skemmtileg, jákvæð og með þetta „þetta reddast“ viðhorf sem hentar mér amk mjög vel. Meiriháttar hótel í Neukirchen. Bærinn lítill og mjög krúttlegur. Skíðasvæðið byrjendavænt og auðvelt að rata um svæðið. Ætla svo sannarlega aftur í ferð með þeim.
Við hjónin höfum notið þess í tvígang að fara með Klöru og Snorra og Freyja Travel í útivistar- og hreyfiferð til Neukirchen. Fyrri ferðin var vorferð með göngum og hjólatúrum í góðra vinnufélaga hópi. Skemmst er frá því að segja að ferðin var ein sú allra besta upplifun sem við höfum átt og því tók ekki mikið á að ákveða að skella okkur með þeim á sömu slóðir að veturlagi og láta reyna á skíðafærnina. Landslagið, hótelið, starfsfólkið, maturinn og fararstjórnin er á heimsmælikvarða. Við komum aftur að ári!
Ég hef farið í margar skíðaferðir til Evrópu í gegnum tíðina og verð að segja að eftir tvær ferðir með Freyja travel þá er erfitt að velja eitthvað annað. Þau bjóða upp á algjörlega frábæra þjónustu við sitt fólk, eru með frábæran stað í Austurríki og geggjað hótel! Klara þekkir svæðið og fólkið í bænum svo vel og í raun er hún eins og hluti af þessu samfélagi. Hún og Snorri leysa öll mál, vita allt og gera allt til að sínu fólki líði sem allra best, mæli 100% með þeim og mun pottþétt fara með þeim aftur og hlakka til♥️
Kannaðu hjarta alpanna með freyja travel
Skíðaferðir til Austurríkis
Við förum með þér alla leið
Kynntu þér einstök ævintýri sem skíðaferðir Freyju Travel til Austurríkis hafa upp á að bjóða.



