Í samstarfi við frábæru Melkorku Árný Kvaran og Önnu Sigurðardóttur sem eru miklir reynsluboltar í svona ferðum kynnum við hjá Freyja Travel eftirfarandi ferð.
Vika fyrir líkama, sál og samveru í sólinni!
Komdu með í einstaka heilsuferð til Malaga þar sem vellíðan, hreyfing og innri ró fá að njóta sín í góðum félagsskap. Dagskráin sameinar hreyfingu, slökun, fræðslu og rými fyrir sjálfa þig – í nærandi umhverfi við Miðjarðarhafið.
Fararstjórar ferðarinnar eru:
Anna Sigurðardóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna og eigandi Samkenndar Heilsuseturs.
Anna er einnig með áratuga reynslu sem einkaþjálfari og fyrirlesari og hefur víðtæka þekkingu á sjálfstyrkingu, heilsueflingu og hegðunarbreytingum. Hún mun bjóða upp á Yoga Nidra, stutt fræðsluinnlegg og verkefni sem efla sjálfsþekkingu, samkennd og virðingu í eigin garð.
Melkorka Árný Kvaran er hjúkrunarfræðingur, íþróttakennari og matvælafræðingur sem hefur margra ára reynslu í þjálfun einstaklinga og hópa sem og fararstjórn. Hennar helstu áhugamál eru hreyfing, útivist og ferðalög. Hún mun leiða daglegar æfingar sem styrkja líkama og huga.
Verð: 359.900kr
Innifalið í verði:
Flug til og frá Malaga
Gisting í 5 stjörnu Higuerón Resort
Morgunverðarhlaðborð með mimosu
Aðgangur að líkamsræktaraðstöðu og útisundlaugum
Daglegar æfingar: jóga, styrktarþjálfun og gönguferðir.
Yoga Nidra djúpslökun og samkenndar hugleiðslur.
Verkefni og stutt fræðsluerindi sem efla sjálfsþekkingu, sátt og innri styrk
Skutl til og frá flugvelli
Nærandi samvera og leiðsögn Önnu og Melkorku
Viðurkennd sem námskeið / endurmenntun fyrir stéttarfélögin
Aukalega í boði gegn gjaldi:
Fjölbreytt úrval opinna tíma í líkamsræktaraðstöðunni
Spa-meðferðir, nudd og dekur
Golf, hjólatúrar og siglingar
Plássin eru takmörkuð – skráning hafin
50.000 kr. óafturkræft staðfestingargjald greiðist við skráningu sem greiðist inn á eftirfarandi reikning hjá Freyja Travel
kt. 6504062140
370-26-039638
Hafðu samband hjá klara@freyjatravel.is og tryggðu þér sæti í sólinni





