Skíði í Austurríki með Freyja Travel
Taktu þátt í einstakri skíðaferð með Freyja Travel til Neukirchen am Grossvenediger, þar sem þú getur notið frábærrar skíðaupplifunar í fallegum fjöllum Austurríkis. Hvort sem þú ert byrjandi eða vanur skíðamaður, bjóðum við upp á margvíslega möguleika sem passa fyrir alla fjölskylduna.
Á döfinni hjá Freyja Travel
Næstu ferðir
Freyja Travel býður þér inn í heim þar sem hvert spor í snjónum leiðir til nýrrar uppgötvunar. Hvort sem þú ert að leita að spennandi ævintýrum eða notalegum fjölskyldubrekku, höfum við ferðina sem hentar þínum þörfum.
Ekki láta drauminn bíða—Skoðaðu næstu skíðaferðir og bókaðu þína upplifun með Freyja Travel!
Neukirchen am Grossvenediger
10.-17. Janúar 2026 – UPPSELT!
Neukirchen am Grossvenediger
28. febrúar – 7. mars nokkur sæti laus!
Neukirchen am Grossvenediger
17.-24. Janúar 2026 – UPPSELT!
Neukirchen am Grossvenediger
7. -14. mars 2026
Neukirchen am Grossvenediger
24.-31. janúar – nokkur sæti laus!
Drauma ferð í hjarta Alpanna
Hápunktar ferðanna - nánast allt innifalið!
Dásamlega Hotel Kammerlander í hjarta þorpsins
Hægt er að renna sér frá bílastæðinu niður í kláfinn eða ganga innan við 5 mínútur
Hálft fæði: dýrindis morgunverðarhlaðborð & 3ja rétta kvöldverður + hlaðborð með forréttum, salötum, ostum og eftirréttum
Frábær aðstaða með saunum, gufubaði, sundlaug og slökunarsvæði bæði innan- og utandyra
Nýleg líkamsrækt
Náttsloppar og handklæði til afnota í heilsulind
Lyftupassi og skíðaleiga, skíðakennsla eða nudd – ræður!
Skíðað á Wildkogel Arena – fjölbreytt og notendavænt svæði fyrir alla, bæði byrjendur og lengra komna.
Innifalinn 6 daga lyftupassi á Wildkogel (virði ca. 52.000 kr.).
Þú velur EITT af eftirfarandi sem innifalið er í verði:
-
-
Skíðaleiga (economy byrjendaskíði) í 6 daga
- greiðir mismuninn fyrir meira krefjandi skíði
-
Skíðakennsla í 4×2,5 klst. (fyrir þá sem þegar hafa stigið á skíði)
-
Skíðakennsla fyrir algjöra byrjendur í 3×4 klst.
-
Eða hálftíma nudd á hótelinu (valkostur sem lækkar verðið um €150)
-

Sleðaævintýri og skíðasafarí
Skíðasafarí fyrir ævintýragjarna: einn dagur á Kitzbühel eða Zillertal Arena (aukakostnaður fyrir skíðapassa, ca. €70).
Við rennum okkur á lengstu upplýstu sleðabraut í heimi sem er heilir 14 km á lengd. Þetta er fullkomin leið til að sjá meira af svæðinu og upplifa ævintýri utan hefðbundinna skíðabrauta.
Það sem þú þarft að vita
Algengar spurningar
Hvernig bóka ég ferð?
Þú hefur samband við okkur með því að senda tölvupóst á info@freyjatravel.is eða fylla út formið neðst á síðunni. Við höfum samband og aðstoðum þig við að setja saman draumaferðina.
Hvernig er skíðakennslan skipulögð?
Skíðakennsla er í boði fyrir alla, frá byrjendum til reyndra skíðamanna, og er veitt af reyndum kennurum. Skíðakennslan er valfrjáls og hægt er að þiggja hana í allt að 5 daga eftir þörfum og óskum hvers og eins.
Hvað er skíðasafarí og hvernig er það skipulagt?
Skíðasafaríið er sérstök dagferð þar sem heimsótt eru mismunandi skíðasvæði í nágrenninu. Þetta gefur þér tækifæri til að upplifa fjölbreyttari skíðabrekkur og kynnast svæðinu betur. Ferðin er fullkomlega skipulögð og leiðsögð af íslenskum leiðsögumanni.
Er hægt að fá leigðan skíðabúnað á staðnum?
Já, gestir geta valið hvort þeir vilja prófa nýjasta skíðabúnaðinn sem er í boði til leigu. Við tryggjum að allir fái búnað sem hentar þeirra getu og reynslu.
Er matur innifalinn í verði skíðaferðarinnar?
Verðið á skíðaferðinni til Neukirchen am Grossvenediger inniheldur hálft fæði, þar á meðal morgunverðarhlaðborð og kvöldverð þar sem hægt er að velja úr þremur mismunandi aðalréttum. Einnig er boðið upp á fjölbreytt og glæsilegt forrétta- og salathlaðborð, auk úrvals eftirrétta.
Fólk sem mælir með
Umsagnir viðskiptavina
Ég hef farið þrisvar sinnum með Freyja travel í sæluna í austurrísku ölpunum og alltaf jafn dásamlegt! Frábært utanumhald, örugg og skemmtileg fararstjórn hjá fólki sem þekkir svæðið vel. Freyja travel bíður upp á fullkomið frí í öruggum höndum. Það er gott að láta aðra skipuleggja fríið sitt og treysta að allt gangi upp eins og hjá Freyja travel
Klara og Snorri skipulögðu frábæra vorferð með vinnustaðnum mínum til Neukirchen. Farið var í stórfenglegar fjallgöngur og rafmagnshjólaferðir upp í hin fallegu austurrísku Alpafjöll. Ein eftirminnilegasta ferð sem ég hef farið og mæli eindregið með Freyju Travel.
Pöntuðum okkur skíðaferð með Freyju travel með litlum fyrirvara og vissum í raun ekkert út í hvað við vorum að fara. Gæti ekki mælt meira með neinni ferð. Allt upp á 10 skipulagslega séð og vá hvað Klara og Snorri eru bara skemmtileg, jákvæð og með þetta „þetta reddast“ viðhorf sem hentar mér amk mjög vel. Meiriháttar hótel í Neukirchen. Bærinn lítill og mjög krúttlegur. Skíðasvæðið byrjendavænt og auðvelt að rata um svæðið. Ætla svo sannarlega aftur í ferð með þeim.
Við hjónin höfum notið þess í tvígang að fara með Klöru og Snorra og Freyja Travel í útivistar- og hreyfiferð til Neukirchen. Fyrri ferðin var vorferð með göngum og hjólatúrum í góðra vinnufélaga hópi. Skemmst er frá því að segja að ferðin var ein sú allra besta upplifun sem við höfum átt og því tók ekki mikið á að ákveða að skella okkur með þeim á sömu slóðir að veturlagi og láta reyna á skíðafærnina. Landslagið, hótelið, starfsfólkið, maturinn og fararstjórnin er á heimsmælikvarða. Við komum aftur að ári!
Ég hef farið í margar skíðaferðir til Evrópu í gegnum tíðina og verð að segja að eftir tvær ferðir með Freyja travel þá er erfitt að velja eitthvað annað. Þau bjóða upp á algjörlega frábæra þjónustu við sitt fólk, eru með frábæran stað í Austurríki og geggjaða gististaði. Klara þekkir svæðið og fólkið í bænum svo vel og í raun er hún eins og hluti af þessu samfélagi. Hún og Snorri leysa öll mál, vita allt og gera allt til að sínu fólki líði sem allra best, mæli 100% með þeim og mun pottþétt fara með þeim aftur og hlakka til♥️
Kannaðu einstaka náttúru- og menningu Austurríkis
Sumarferðir til Austurríkis
Við förum með þér alla leið
Kynntu þér einstök ævintýri sem sumarferðir Freyju Travel til Austurríkis hafa upp á að bjóða.