Aukaferð til Neukirchen og Hohe Tauern þjóðgarðinn 11.-18. september 2024

9. maí, 2024

Þar sem það seldist upp í báðar gönguferðirnar með okkur núna í júní næstkomandi, áður en okkur tókst að auglýsa þær, ætlum við að bjóða upp á aðra ferð til Neukirchen og Hohe Tauern þjóðgarðinn 11.-18. september 2024

OPINN HÓPUR- TILVALIÐ FYRIR LITLA GÖNGUHÓPA OG AÐ SJÁLFSÖGÐU STAKA LÍKA!

Okkur langar að fara með ykkur um fallega dali og fjöll í Hohe Tauern þjóðgarðinum í Austurríki. Við munum gista í þorpi sem heitir Neukirchen am Grossvenediger og liggur í 856 m hæð yfir sjávarmáli og er í miðjum þjóðgarðinum. Svæðið í heild sinni býður upp á fallegt landslag og útsýni sem á sér enga hliðstæðu. Allt í kringum þorpið eru skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi.

Í Neukirchen er ætlunin að:

Ganga í 4-5 daga í þjóðgarðinum þar sem m.a.:

• Gengið verður upp dali þjóðgarðsins Hohe Tauern.

• Farið upp með kláf og gengið upp á Wildkogel svæðið.

• Hjóla í 1-2 daga.

• Hjóla á rafmagnshjólum að Krimmlarfossunum sem eru hæstu fossar í Evrópu og síðan gengið upp með þeim.

• Önnur skemmtileg leið í Pinzgau sem valin verður eftir veðri og aðstæðum.

Varðandi göngurnar þá er gert ráð fyrir að þær taki um 5-8 klukkustundir (10-15 km, 5-600 hæðarmetrar, pásur og lunch innifalið í þessum tíma).

Þess má geta að ávallt er AÐ FÁ SKUTL UPP OG/EÐA NIÐUR ÚR DÖLUNUM ef einhver treystir sér ekki að ganga báðar leiðir.

Gist verður í sjö nætur á hinu rómaða fjögurra stjörnu Hótel Kammerlander, sem er með fullkominni heilsulind.

Alla dagana er INNIFALIÐ FULLT FÆÐI sem inniheldur stórt og fjölbreytt morgunverðar- og kvöldhlaðborð með ferskum vörum úr sveitinni í kring ásamt forrétta- og salathlaðborði.

Við smyrjum okkur nesti af morgunverðarhlaðborðinu og síðdegis þegar komið er til baka úr ferðum dagsins er boðið upp á kaffi og kökur.

Þeir sem ekki fara í ferðir og eru eftir á hótelinu fá léttan hádegisverð. ALLIR DRYKKIR (nema sterkt áfengi) ERU FRÍIR TIL KL. 20.30 á kvöldin.

Við munum taka á móti ykkur á flugvellinum í Munchen og vera með ykkur allan tímann. Óhætt er að segja að við þekkjum mjög vel til svæðisins, fólksins og tungumálsins enda höfum við verið með annan fótinn þarna sl. 30 ár!

RÚTA:

Transfer: 11.09.2024 Munchen-Neukirchen

Transfer: 18.09.2024 Neukirchen- Munchen

Skutl og sæk á göngusvæði þegar við á.

HÓTEL: http://www.hotel-kammerlander.at/

Hótel Kammerlander er í hjarta bæjarins og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. Gist er í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum en einnig eru glæsilegar íbúðir í boði. Á hótelinu er lítil sundlaug, sauna, gufubað og klefi með infrarauðu ljósi. Í garðinum er glæsileg náttúrulaug þar sem gott er að fá sér sundsprett eftir göngur dagsins og slaka svo á í síðdegissólinni. Einnig er hægt að panta nudd.

INNIFALIÐ Í VERÐI:

• Flug með Icelandair til og frá Munchen

• Sjö nætur á hótel Hotel Kammerlander ****

• Morgunverðarhlaðborð með lífrænum vörum úr sveitinni

• Nesti af morgunverðarhlaðborði fyrir daginn

• Léttur hádegisverður fyrir þá sem vilja dvelja á hótelinu þann dagin

• Kvöldverðarhlaðborð

• Kaffi og kökur þegar komið er úr ferðum

• Akstur frá Munchen til Neukirchen

• Akstur frá Neukirchen til Munchen

• Akstur á göngusvæði

• Leiga á rafmagnsreiðhjólum í einn dag

• Aðgangur á safn Þjóðgarðsins Hohe Tauern í Mittersill

• Ferðir í kláfa á svæðinu

• Ferðir með lestum og strætó á svæðinu

• Aðgangur að Krimmlarfossunum og að fræðasetrinu tengdum fossunum

• Skattar og gjöld

• Leiðsögn, skipulag og fararstjórn

VERÐ MIÐAST VIÐ LÁGMARK 20 MANNA ÞÁTTTÖKU VIÐ GENGI DAGSINS Í DAG.

= Kr.299.900 kr þar af 30.000 kr. staðfestingargjald við skráningu.

Hér að neðan er að finna heildar upplýsingar um greiðslutilhögun:

Á Hótel Kammerlander er gert ráð fyrir að fólk sé í tveggja eða þriggja manna herbergi. Það bætast kr. 30.000,- kr. við ef um einstaklingsherbergi er að ræða.

LEGGJA ÞARF GREIÐSLURNAR INN Á REIKNING

Freyja Travel

kt. 6504062140

370-26-039638

SENDA ÞARF STAÐFESTINGARPÓST Á NETFANGIÐ: klara@freyjatravel.is OG GEFA UPP NAFN OG KENNITÖLU.

Með von um góða þátttöku og skemmtilega ferð.